Skip to content
Guðmundur Thoroddsen's Solo Exhibition: "Houndshills, Houndshollows” at Hverfisgallerí, Reykjavík, Iceland

HVERFISGALLERÍ cordially invites you to the opening of Guðmundur Thoroddsen's exhibition Houndshills, Houndshollows, Saturday 6 June at 16.00

Thoroddsen's works are humorous and done in diverse but traditional mediums such as clay, watercolor, drawing and painting. In Houndshills, Houndshollows Thoroddsen solely focuses on painting.

"It is possible to buy a beer called Hundur, the English translation being: Dog. It is in a can, with a yellow label, it is organic. If you look closer at the label you'll see that what you thought was a pattern or some green-colored smudges are really small dogs biking around. The brewery says the reason for the name is that they think this beer shares some qualities we consider dogs to possess: it's friendly, loyal, a little silly, maybe stupid, but dependable, sociable – they say that this beer “is a dog!” But how do we approach this thing? The reason for this beer being a dog, or that this “Dog” is a beer, is not entirely clear. Did they stretch the idea of a dog towards the idea of a beer, or did they stretch the idea of a beer towards the idea of a dog?

Because the further away you go from physical, tangible reality and the closer you come to the undefined, intangible, abstract, to where the outlines of things disappear, the closer we come to meaninglessness, disorder – or do we? Is this beer that is called Dog more a beer or more a dog? Or are we closer to another thing, a third thing, which is not a beer and not a dog but something else? This is not a road the brewery wants to go down. In which case we can say that they want us to use certain words – simple, understandable, everyday words – to talk about this thing. That you should approach this thing in the same way you approach any other thing in your day-to-day experience of the world. That you should understand that this thing is simple, that it is thin like a layer of paint on a canvas, just a layer of paint on a canvas. Even though you see, clearly, that this thing is not only what it seems to be."

Excerpt from Starkaður Sigurðarson's exhibition text 

Guðmundur Thoroddsen (b. 1980) graduated with a BA-degree from Iceland Academy of the Arts in 2003 and an MFA-degree from School of Visual Arts in New York in 2011. He has taken part in many group and solo exhibitions in Iceland, New York and Europe. Solos include Chicken Shit in Hverfisgallerí in 2017, SNIP SNAP SNUBBUR in 2018/19 in Hafnarborg and Earth to Earth in 2019. His work has been reviewed in publications such as Artforum, The New York Times, Time Out New York, Twin Magazine and Dazed Digital. Thoroddsen is the recipient of numerous grants and was nominated for the Icelandic Art Prize 2019 for the solo exhibition SNIP SNAP SNUBBUR in Hafnarborg. 

For further information contact Sigridur L. Gunnarsdottir at sigridur@hverfisgalleri.is or +354 864-9692

------------------

HVERFISGALLERÍ býður þér á opnun sýningar Guðmundar Thoroddsen Hundaholt, Hundahæðir, laugardaginn 6. júní kl. 16.00

Verk Guðmundar eru húmorísk og sjálfrýnin og unnin í fjölbreytta en hefðbundna miðla, s.s. leir, vatnslit, teikningu og málverk. Í þessari annarri einkasýningu Guðmundar hjá galleríinu einbeitir hann sér einvörðungu að málverkinu. 

"Það er hægt að kaupa bjór sem heitir Hundur. Hann er í dós, með gulum miða, hann er lífrænn. Ef maður skoðar gula miðann betur sést að það sem maður hélt að væri mynstur eða einhvers konar grænir blettir eru í raun litlir hundar að hjóla um. Brugghúsið segir ástæðuna fyrir þessu nafni vera að þeim finnist bjórinn hafa eiginleika sem við teljum hunda búa yfir: hann er vinalegur, tryggur, smá fyndinn, kannski heimskur, en duglegur, félagslyndur – þau segja að það sé „hundur í þessum bjór“. En hvaðan komum við að þessum hlut? Ástæðan fyrir því að þessi bjór er hundur, eða að þessi „Hundur“ er bjór, er ekki alveg ljós. Teygðu þau hugmyndina um hund í áttina að hugmyndinni um bjór, eða teygðu þau hugmyndina um bjór í áttina að hugmyndinni um hund?

Því fjær sem maður færist hinum hlutbundna veruleika og nær því óformaða, ónefnda; þegar útlínur hverfa utan af hlutum, því nær komumst við merkingaleysu, óreiðu – eða hvað? Er þessi bjór sem er kallaður Hundur meira bjór eða meira hundur? Eða erum við nær öðrum hlut, einhverjum þriðja hlut, sem er ekki bjór og ekki hundur heldur eitthvað annað? Það er ekki endilega sú leið sem brugghúsið vill fara. Þá mætti lesa úr þessu að þau vilji að maður noti viss orð – einföld, skiljanleg, hversdagsleg orð – til að tala um þennan hlut. Að maður taki utan um þetta fyrirbæri með þeim hversdagslega skilningi sem maður hefur á heiminum í kringum sig. Að maður skilji að þessi hlutur er einfaldur, þunnur eins og lag af málningu á striga, bara lag af málningu á striga. Jafnvel þó maður sjái augsýnilega að þetta fyrirbæri er ekki bara það sem það sýnist vera."

Úrdráttur úr texta Starkaðs Sigurðarsonar um sýninguna 

Guðmundur Thoroddsen (1980) lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis. Þar má nefna einkasýningarnar Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi 2017, SNIP SNAP SNUBBUR 2018/19 í Hafnarborg og Earth to Earth árið 2019 í Asya Geisberg Gallery í New York. Fjallað hefur verið um sýningar hans í ýmsum fjölmiðlum, s.s. Artforum, The New York Times, Time Out New York og Dazed Digital. Hann hefur hlotið styrki úr styrktarsjóðum Guðmundu Andrésdóttur, Myndstefs, KÍM og Evrópu unga fólksins, auk Listamannalauna. Guðmundur var tilnefndur til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir SNIP SNAPP SNUBBUR árið 2109. 

Frekari upplýsingar veitir Sigríður L. Gunnarsdóttir í síma 864-9692 eða í tölvupósti sigridur@hverfisgalleri.is

 

Image: Guðmundur Thoroddsen, Surrounded, 2020, oil on linen, 160x160 cm